Tóku góða skapið með sér

Lögregluþjónar á tónleikunum í gær.
Lögregluþjónar á tónleikunum í gær. Ljósmynd/Facebook-síða lögreglunnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í færslu á Facebook að tónleikar Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi hafi farið mjög vel fram og að ekki hafi farið á milli mála að gestirnir tóku góða skapið með sér.

„Við vonum að það sama verði upp á teningnum í kvöld. Góða skemmtun,“ segir lögreglan og birtir mynd af hópi lögregluþjóna sem var á vaktinni í gær.

Seinni tónleikar Sheeran á Laugardalsvelli verða í kvöld en ekki er orðið uppselt á þá. 

mbl.is