Lærði að synda meðan kennt var í sjónum

100 ára. Laufey hélt upp á aldarafmælið í gær umkringd …
100 ára. Laufey hélt upp á aldarafmælið í gær umkringd ættingjum og vinum. Hún dvelur nú á Grund í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Laufey Sigríður Karlsdóttir fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær ásamt vinum og ættingjum. Afmælið var haldið á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík þar sem Laufey hefur dvalið í fjögur ár. Hún klæðir sig og hefur fótaferð á hverjum degi.

Laufey fæddist á Gamla-Hrauni, milli Stokkseyrar og Eyrarbakka, 15. ágúst 1919, dóttir Guðmundar Karls Guðmundssonar, skipstjóra á Stokkseyri og Sesselju Jónsdóttur húsfreyju. Þau hjónin eignuðust níu börn og var Laufey í miðið. Hún er ein eftirlifandi af systkinahópnum. Laufey missti föður sinn tíu ára gömul og ólst upp frá því upp hjá Margréti móðursystur sinni og Guðmundi Eggertssyni manni hennar í Hafnarfirði. Í Hafnarfirði lærði Laufey að synda hjá Hallsteini Hinrikssyni sundkennara. Sundkennslan fór fram í sjónum.

Nánar má lesa um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert