Dagur í skýjunum með daginn

Dagur hélt á fána niður Skólavörðustíginn. Vindurinn sá um tilþrifin.
Dagur hélt á fána niður Skólavörðustíginn. Vindurinn sá um tilþrifin. mbl.is/Snorri

„Það var smá vindur, þannig að maður þurfti ekkert að sveifla fánanum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is. Hann er í skýjunum með daginn.

Þrátt fyrir vind skein sól og ennfremur var sól í sinni. „Auðvitað var ekkert erfitt að bera fánann, það er ekkert erfitt þegar gleðin drífur gönguna svona áfram,“ segir hann. 

Metfjöldi var staddur í miðbænum í göngunni í dag.
Metfjöldi var staddur í miðbænum í göngunni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Gleðigöngunni lauk í Hljómskálagarðinum með tónleikum á túninu. „Þetta er hápunktur á frábærum Hinsegin dögum, þar sem allir sem komið hafa að skipulagningunni, allt sjálfboðaliðar, geta verið gríðarlega stoltir af,“ segir Dagur.

Þetta er fjölmennasta Gleðiganga hingað til. „Þetta er bara að verða meira og meira, betra og betra, og allir taka þátt! Það er held ég bara séríslenskt,“ segir Dagur. „Þetta er ekki bara ein stærsta og vinsælasta hátíðin í Reykjavík á hverju ári heldur gerir þetta borgina einfaldlega bara betri borg, því þessi barátta smitar frá sér andrúmslofti umburðarlyndis. Skilaboðin eru þau að hver sem þú ert, geturðu verið þú sjálfur,“ segir Dagur.

„Þetta er bara að verða meira og meira, betra og …
„Þetta er bara að verða meira og meira, betra og betra, og allir taka þátt! Það er held ég bara séríslenskt,“ segir Dagur. mbl.is/Snorri

Nú tekur síðdegis- og kvölddagskrá við. Á sviðinu í Hljómskálagarðinu verða Aaron Ísak, Vök, Daði Freyr, Hatari og loks Páll Óskar. Aðspurður hvort Dagur fari á djammið þegar dagur er að kvöldi kominn segir hann hitt líklegra, að þetta verði bara rólegt hjá honum og fjölskyldunni. Orkan var nýtt í dag!

Samkvæmt göngustjóra síðustu fimm ár, Lilju Ósk Magnúsdóttur, hafa aldrei verið fleiri í gleðigöngunni, hvorki þátttakendur né áhorfendur. Gangan gekk vel, því hvað annað getur ganga gert.

Fullt af myndum úr göngunni:

Bára Halldórsdóttir aktívisti lét sig ekki vanta.
Bára Halldórsdóttir aktívisti lét sig ekki vanta. mbl.is/Árni Sæberg
Páll Óskar í sinni næstsíðustu Gleðigöngu.
Páll Óskar í sinni næstsíðustu Gleðigöngu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert