Erla hyggst stefna ríkinu

Erla Bolladóttir.
Erla Bolladóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Á meðan við erum enn dæmd sek fyrir meinsæri stendur málið þannig að ríkið ber ekki ábyrgð á því gagnvart okkur hvernig þessi rannsókn var framkvæmd. Þangað til þetta hefur verið leiðrétt er þetta mál ekki búið, hvorki fyrir okkur, fjölskyldurnar okkar né íslensku þjóðina. Ég er ekki tilbúin að gefast upp.“

Þetta segir Erla Bolladóttir, sem nú hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna höfnunar endurupptökunefndar á beiðni hennar um að taka upp dóm hennar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en hún var þar dæmd fyrir meinsæri ásamt tveimur öðrum. Hinir fimm sakborningarnir í málinu fengu mál sín tekin upp og voru þeir allir sýknaðir af sakfellingu fyrir manndráp í september í fyrra. Erla er eini aðili málsins sem er gert að una við dóm sinn óbreyttan.

Hún átti fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í lok síðasta árs þar sem þær ræddu framhald málsins og síðan þá hefur Erla beðið frekari viðbragða frá yfirvöldum. Katrín segir að meðferð málsins hafi tekið lengri tíma en búist hafi verið við. „Mér þykir það leitt,“ segir Katrín og bætir við að hún muni taka þetta mál upp í ráðuneyti sínu í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert