Aldrei fleiri hlaupið 10 kílómetrana

Keppendur í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþonsins hafa aldrei verið fleiri.
Keppendur í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþonsins hafa aldrei verið fleiri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúmlega sjöþúsund keppendur í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hlupu af stað frá Lækjargötu á tíunda tímanum í morgun.

Keppendur í þessari vegalengd hafa aldrei verið fleiri, en um er að ræða 36. sinn sem Reykjavíkurmaraþon er haldið.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ræsti keppendur í 10 km hlaupinu.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ræsti keppendur í 10 km hlaupinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlynur fyrstur í mark

Um svipað leyti og ræst var út í 10 kílómetrana voru fyrstu keppendur í hálfmaraþoninu að koma í mark. Hlynur Andrésson var fyrstur í mark á tímanum 1:07:59 samkvæmt óstaðfestum úrslitum á vef hlaupsins.

Hlynur Andrésson var fyrstur í mark í hálfmaraþoni.
Hlynur Andrésson var fyrstur í mark í hálfmaraþoni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsta konan, hin bandaríska Alexandra Niles, kom í mark á 01:18:40.

Fyrsta íslenska konan í mark var hins vegar hin tvítuga Andrea Kolbeinsdóttir, á tímanum 01:21:08.

Fyrsta konan, hin bandaríska Alexandra Niles, kom í mark á …
Fyrsta konan, hin bandaríska Alexandra Niles, kom í mark á 01:18:40. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is