Ekki hægt „að sópa undir teppið“

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borgarráð mun fá framkvæmdastjóra og stjórnarformann Sorpu á fund í vikunni og krefjast skýringa vegna frétta um aukinn kostnað vegna gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi.  „Bakreikningur upp á tæplega 1,4 milljarða vegna mistaka er ekki eitthvað sem hægt er að sópa undir teppið, við því þarf að bregðast.“ Þetta kemur fram í fésbókarfærslu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs, sem hún birti í morgun. 

Frá byggingu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar í álfsnesi.
Frá byggingu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar í álfsnesi. Ljósmynd/Sorpa

Byggðasamlög „óskiljanlegt fyrirbæri“

Gagnrýnir Þórdís Lóa sem dæmi byggðasamlagakerfið, en að auki við Sorpu er Strætó bs. til að mynda byggðasamlag. Segir hún: „Svona lagað á ekki að geta gerst en ég er því miður ekki hissa. Kerfið sem sveitarfélög um allt land hafa komið sér upp, svokölluð byggðasamlög, eru að mínu mati óskiljanlegt fyrirbæri sem klýfur ábyrgð og ákvarðanatöku í sundur. Ákvarðanataka og framkvæmd verða að taka mið af hlutverki, ábyrgð og umboði sem er tilfellið hjá Sorpu. Mistök geta gerst en þegar um er að ræða fjárhæðir eins og þessa þarf að staldra við og leita skýringa. Svo er hægt að meta næstu skref.

Segir hún enn fremur að eigendur og útsvarsgreiðendur eigi það skilið að mistök sem þessi séu tekin alvarlega og að upphæð af þessari stærðargráðu muni setja langvarandi fótspor á fjármál sveitarfélaganna.

Færsluna í heild má sjá að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert