Stoppar í sjö tíma á Íslandi

Höfði í Reykjavík hefur verið girtur af vegna heimsóknar varaforseta …
Höfði í Reykjavík hefur verið girtur af vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flugvél Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, lendir á Keflavíkurflugvelli klukkan 12:45 í dag samkvæmt dagskrá hans þar sem hann mun ávarpa blaðamenn. Til Íslands kemur flugvélin frá Írlandi.

Klukkan 14:00 munu Pence og eiginkona hans Karen Pence ræða við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands og Elizu Reid forsetafrú í Höfða í Reykjavík.

Klukkan 14:30 tekur Pence þátt í umræðum um gagnkvæm viðskipti og fjárfestingar á milli Íslands og Bandaríkjanna.

Klukkan 15.35 mun Pence fá leiðsögn um Höfða.

Klukkan 17:20 mun varaforsetinn taka þátt í fundi um öryggismál á Norður-Atlantshafi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Klukkan 18:45 er gert ráð fyrir fundi Pence með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Klukkan 19:40 munu Pence-hjónin yfirgefa Ísland og halda til Bretlands.

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina