Haraldur á fund Áslaugar Örnu

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri kemur til fundar við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur …
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri kemur til fundar við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri mun koma á fund Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýs dómsmálaráðherra, nú fyrir hádegi til að ræða ummæli ríkislögreglustjóra í Morgunblaðinu um helgina. Þá er Lögreglustjórafélag Íslands þessa stundina á Skype-fundi um málið.

Í ítarlegu viðtali við Morgunblaði sagði Haraldur m.a. gagn­rýni sína á fram­göngu lög­reglu­manna eiga þátt í þeirri undiröld­u sem nú væri innan lögreglunnar og að gera þyrfti úttekt á menningu sérsveitarinnar. Þá vísaði hann fullyrðingum um bíla- og fata­mál embættisins á bug.

„Ég hef líka bent á að ekki eigi að líða spill­ingu inn­an lög­regl­unn­ar. Hluti af umræðunni sem er að brjót­ast fram núna er kannski einnig vegna þeirr­ar af­stöðu minn­ar. Ég hef til dæm­is bent á að það fari ekki sam­an að lög­reglu­menn séu meðfram starfi sínu í póli­tísku vafstri. Það fer að mínu viti ekki sam­an,“ sagði Haraldur í viðtalinu.

Áður hefur komið fram að Áslaug Arna hafi sagt starfs­loka­samn­ing við Har­ald vera til skoðunar. 

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri mun funda með dómsmálaráðherra í dag.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri mun funda með dómsmálaráðherra í dag. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert