Handmótar fugla og önnur dýr úr leir

Brynja Davíðsdóttir við leirbrennsluofninn góða.
Brynja Davíðsdóttir við leirbrennsluofninn góða. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Brynju Davíðsdóttur, hamskera á Selfossi, er margt til lista lagt. Fyrir um þremur árum fór hún á námskeið í keramiki í Myndlistaskóla Reykjavíkur og ætlar að halda áfram að bæta þekkinguna.

„Mig langar til þess að læra þessa tækni almennilega,“ segir hún, en hamskerinn hefur unnið sjálfstætt í keramikinu undanfarna mánuði.

„Ég brann út sem framkvæmdastjóri Kötlu jarðvangs, þar sem ég var í þrjú ár, missti áhugann á öllu nema að leira og þegar mér var sagt upp í veikindafríinu keypti ég mér leirbrennsluofn fyrir síðustu útborgunina í fyrravetur og held því áfram að skila af mér endalausum dýrum, einkum fuglum,“ segir Brynja um nýjasta áhugamálið.

Fuglar hafa fylgt Brynju nánast alla ævi. „Ég hef eiginlega ekki hugsað um annað en dýr og lífríki þeirra og þá sérstaklega fugla,“ segir hún, en Brynja hefur handmótað fálka, æðarfugla og rjúpur auk þess sem hún hefur búið til seli, mörgæsir og ísbirni úr leir að undanförnu.

Sjá viðtal við Brynju í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »