Boðað til fundar formanna

Formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna munu hittast á mánudaginn.
Formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna munu hittast á mánudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna munu hittast á mánudaginn til þess að ræða komandi kjarasamninga og önnur mál líðandi stundar.

Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segist hafa óskað eftir fundinum, sem hafi verið í bígerð í nokkurn tíma til þess að ræða kjaramál lögreglumanna.

Snorri Magnússon, formaður landssambandsins, sagði við fjölmiðla í gær að komið hefði til umræðu að lýst yrði vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundinum, en að hingað til hefði ekki verið full samstaða um slíkt meðal formannanna. „Það kemur hvergi fram að tilefni fundarins sé að leggja fram vantraust á ríkislögreglustjóra,“ segir Arinbjörn, sem segist vilja bíða og sjá hverju vindi fram á fundinum áður en hann tjái sig um áhrif þess, ef slíkt vantraust yrði samþykkt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert