Landsréttur þyngdi dóm í nauðgunarmáli

Landsréttur þyngdi dóm í nauðgunarmáli. Brotin áttu sér stað á …
Landsréttur þyngdi dóm í nauðgunarmáli. Brotin áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 2015. mbl.is/Hanna

Landsdómur þyngdi dóm í nauðgunarmáli yfir Helga Fann­ari Sæþórs­syni. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að nauðga konu í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina árið 2015. Honum var gert að greiða konunni 1,6 milljónir króna í miskabætur. Dómurinn var kveðinn upp í dag.

Í dómi Hérðasdóms Reykjaness 5. júní árið 2018 var hann dæmdur í 20 mánaða fang­elsi og gert að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 15. júní 2018 í samræmi við yfirlýsingu mannsins um áfrýjun. Hann krafðist sýknu og að einkaréttarkröfu brotaþola yrði vísað frá.

Auk miskabóta þarf Helgi að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 1.277.595 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda sín sem nemur 843 þúsund krónum að auki þóknun réttargæslumanns konunnar sem er 390 þúsund krónur.

Kynntust í Herjólfi á leið á Þjóðhátíð

Konan og Helgi kynnt­ust í Herjólfi á leið á Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um á fimmtu­degi 31. júlí árið 2015. Hann bauð konunni og vin­um henn­ar að gista á sama svæði á tjaldsvæði í Herjólfs­dal og þáðu þau það. Á fimmtu­dags­kvöldi munu Helgi, konan og vin­ir þeirra hafa farið á Húkk­ara­ball. Konan og Helgi gistu sam­an í tjaldi að því loknu en ekk­ert mun hafa farið þeim á milli.

<span>Á föstu­degi var drykkja haf­in um há­degi og að sögn konunnar og annarra vitna mun hún hafa drukkið mjög mikið og dáið áfeng­is­dauða í brekk­unni. Helgi mun hafa boðist til að fara með hana í tjald sitt og hafði þar sam­ræði við hana. Taldi hann að það væri með vilja hennar en hún kveðst ekki muna eft­ir at­vik­inu. Þá mun vin­ur konunnar hafa komið að þeim í tjald­inu og sagði hann aug­ljóst að hún hefði verið án meðvit­und­ar.</span>

<span>Dag­inn eft­ir var konan ít­rekað spurð af fyrr­greind­um vini hvort hún hefði sofið hjá Helga en kvað hún svo ekki hafa verið. Vin­ur henn­ar sagði henni þá að hann hefði komið að henni og Helga og var henni mjög brugðið. Helgi mun síðar hafa rætt við konuna, verið hrædd­ur um að hann hefði brotið á henni og beðist af­sök­un­ar.</span>

<span>Konan leitaði á lög­reglu­stöð 6. ág­úst 2015 og lagði fram kæru gegn Helga Fann­ari. <span>Ákært var í mál­inu 22. janú­ar árið 2018 og var málið dóm­tekið 9. maí sama ár. Þremur árum eftir nauðgunina. </span></span>

mbl.is