Brynjar vék af fundi þegar dómsmálaráðherra mætti

Brynjar Níelsson vék af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þegar dómsmálaráðherra …
Brynjar Níelsson vék af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þegar dómsmálaráðherra mætti á fundinn til að svara fyrir málefni lögreglunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fundur er hafinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar um mál­efni rík­is­lög­reglu­stjóra þar sem Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra situr fyr­ir svör­um. Fundur hófst klukkan níu og var Áslaug Arna kölluð inn á fund nefndarinnar um stundarfjórðungi síðar. 

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vék af fundi nefndarinnar þegar dómsmálaráðherra gekk inn í nefndarherbergið. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á leið til fundar á nefndasviði …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á leið til fundar á nefndasviði Alþingis í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Átta af níu lög­reglu­stjór­um hafa lýst van­trausti á rík­is­lög­reglu­stjóra. Áslaug Arna fundaði með Har­aldi Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóra í gær og tjáði fjöl­miðlum að lokn­um fundi henn­ar með rík­is­stjórn­inni að hann sæti enn í embætti.

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata og formaður nefnd­ar­inn­ar, segir tilefni fundarins ekki síst það hvað komi til að deil­ur inn­an lög­regl­unn­ar séu komn­ar á það stig að Lög­reglu­stjóra­fé­lagið og Lands­sam­band lög­reglu­manna hafi lýst yfir van­trausti á rík­is­lög­reglu­stjóra.

Uppfært kl. 11:05: Rætt hefur verið við Brynjar, sem kveðst hafa yfirgefið fundinn til að mótmæla vinnubrögðum Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, formanns nefndarinnar. 

Brynjar Níelsson við upphaf fundarins, áður en dómsmálaráðherra mætti.
Brynjar Níelsson við upphaf fundarins, áður en dómsmálaráðherra mætti. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is