Árvekniátakið Bleiki dagurinn í dag

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum hann aði Bleiku slaufuna …
Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum hann aði Bleiku slaufuna í ár. Sérsmíðað hálsmen og næla. Ljósmynd/Sigríður Sólan

Bleiki dagurinn er í dag. Einstaklingar og fyrirtæki eru hvött til að sýna stuðning við konur sem fengið hafa krabbamein með því að bera Bleiku slaufuna, klæðast bleiku og skreyta eða lýsa upp með bleiku.

Á hverju ári greinast um 800 konur með krabbamein og rúmlega 200 af þeim með brjóstakrabbamein. Um 80% landsmanna segjast hafa greinst eða þekkja einhvern sem greinst hefur með krabbamein.

Bleika slaufan, sem Krabbameinsfélagið selur í fjáröflunarskyni, var uppseld í gær hjá félaginu. Enn fengust slaufur hjá sumum söluaðilum. „Salan á Bleiku slaufunni fékk gríðarlega sterkar viðtökur strax í upphafi átaksins. Hátíðarslaufan, sem var gerð í 240 eintökum, seldist upp á þremur dögum. Það hefur ekki gerst áður,“ sagði Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir kynningarstjóri.

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum, hannaði Bleiku slaufuna í ár. Hún sérsmíðaði tvö gulleintök úr 14 karata gulli, hálsmen með bleikum demanti og nælu með bleikum demanti. Þessir tveir skartgripir voru settir á uppboð til styrktar átakinu. Hægt er að bjóða í skartgripina á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Uppboðinu lýkur þriðjudaginn 15. október klukkan 16.00.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert