Skemmdi lögreglubíl á bílastæði lögreglunnar

Karlmaður var handtekinn í porti lögreglustöðvarinnar í nótt fyrir skemmdarverk …
Karlmaður var handtekinn í porti lögreglustöðvarinnar í nótt fyrir skemmdarverk á lögreglubifreið. mbl.is/Eggert

Karlmaður var handtekinn í porti lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu um klukkan fjögur í nótt fyrir skemmdarverk á lögreglubifreið. 

Gærkvöldið og nóttin var annars með rólegra móti hjá lögreglu. Tvær tilkynningar um þjófnað bárust lögreglu, annars vegar um þjófnað á veski í miðbænum og hins vegar var kona handtekin fyrir þjófnað úr verslun á Granda. Hún var látin laus að lokinni skýrslutöku. 

Laust fyrir miðnætti var karlmaður handtekinn fyrir meint kynferðisbrot. Málið er í rannsókn. 

Þá var lögregla kölluð að heimili í borginni á ellefta tímanum í gærkvöldi sökum ágreinings milli heimilisfólks. Málið var leyst á vettvangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert