Leirfinnur kominn á Þjóðminjasafnið

Leirfinnur á Þjóðminjasafni Íslands.
Leirfinnur á Þjóðminjasafni Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frægasta leirstytta Íslandssögunnar, Leirfinnur, sem oft hefur ratað í fréttir fjölmiðla undanfarin 45 ár, er komin á Þjóðminjasafnið. Lögreglustjórinn í Reykjavík fól safninu að varðveita styttuna.

Styttan var mótuð eftir lýsingum sjónarvotta á manni, sem talinn er hafa hringt í Geirfinn Einarsson í Keflavík kvöldið sem hann hvarf.

Nýlega var sett fram tilgáta í fréttum RÚV þess efnis að leirstytturnar væru tvær. Morgunblaðið kannaði málið og niðurstaðan var þessi: Það er bara einn Leirfinnur.

Í umfjöllun blaðsins er meðal annars rætt við Sævar Þ. Jóhannesson, fyrrverandi lögreglumann, sem geymdi Leirfinn í læstum skáp á heimili sínu í mörg ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert