Mál Áslaugar Thelmu gegn ON tekið fyrir í apríl

Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrr­ver­andi starfsmaður Orku nátt­úr­unn­ar (ON), lagði fram …
Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrr­ver­andi starfsmaður Orku nátt­úr­unn­ar (ON), lagði fram stefnu á hend­ur ON í júní fyr­ir að hafa mis­munað henni í laun­um á grund­velli kyns og þá krefst hún bóta fyr­ir ólög­mæta upp­sögn. Ljósmynd/Orka Náttúrunnar

Málflutningur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur gegn Orku náttúrunnar (ON) hefst í kringum næstu páska, eða um miðjan apríl 2020. Fyrsta fyrirtaka í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 

Áslaug Thelma, sem er fyrr­ver­andi starfsmaður ON, lagði fram stefnu á hend­ur fyrirtækisins í júní fyr­ir að hafa mis­munað henni í laun­um á grund­velli kyns og þá krefst hún bóta fyr­ir ólög­mæta upp­sögn. 

ON vís­aði ásök­un­um Áslaug­ar Thelmu á bug og skilaði í síðasta mánuði inn greinargerð vegna málsins. Þar kemur ekkert nýtt fram að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Áslaugar Thelmu. ON hafnar kröfum Áslaugar Thelmu „enda voru greidd óskert laun á samn­ings­bund­um upp­sagn­ar­fresti og rétt staðið að samn­ingi um ráðning­ar­kjör í upp­hafi,“ líkt og segir í til­kynn­ingu á vef fyr­ir­tæk­is­ins frá því í sumar. 

Áslaugu Thelmu var sagt upp störf­um haustið 2018, en hún hafði gegnt stöðu for­stöðumanns ein­stak­lings­markaðar hjá fyr­ir­tæk­inu sem er dótt­ur­fé­lag Orku­veitu Reykja­vík­ur. Fram hef­ur komið í tölvu­póst­um milli lög­manns Áslaug­ar Thelmu og Helgu Jóns­dótt­ur, sem gegndi starfi for­stjóra Orku­veitu Reykja­vík­ur á meðan uppsögnin var til umfjöllunar, að upp­sögn­in hafi verið vegna frammistöðuvanda.

Áslaug Thelma hef­ur hins veg­ar sagt upp­sögn sína tengda sam­töl­um við starfs­manna­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins og kvört­un vegna óviðeig­andi fram­komu fram­kvæmda­stjóra Orku nátt­úr­unn­ar, Bjarna Más Júlí­us­son­ar. Hon­um var vikið úr starfi tveim­ur dög­um eft­ir upp­sögn Áslaug­ar Thelmu.

Upp­sögn Áslaug­ar Thelmu var met­in lög­mæt sam­kvæmt niður­stöðu út­tekt­ar á starfs­manna­mál­um Orku­veitu Reykja­vík­ur voru kynnt­ar í nóv­em­ber á síðasta ári. Þó var einnig kom­ist að þeirri niður­stöðu að hún hafi átt að fá skrif­lega skýr­ingu á upp­sögn­inni þegar hún átti sér stað, sem hún fékk ekki fyrr en nokkru síðar.

Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður ON, segir í samtali við mbl.is að lítið nýtt hafi komið fram í málinu við fyrirtökuna í morgun, annað en að málflutningur fari að öllum líkindum fram í apríl á næsta ári. Næsta fyrirtaka í málinu er fyrirhuguð í nóvember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert