Í fremstu röð í handboltanum í 40 ár

Sæla í sveitinni. Alfreð Gíslason ræktar garðinn sinn í Þýskalandi.
Sæla í sveitinni. Alfreð Gíslason ræktar garðinn sinn í Þýskalandi.

Akureyringurinn Alfreð Gíslason átti sér þann draum á menntaskólaárunum að verða sæmilegur leikmaður í efstu deild handboltans á Íslandi. Á síðustu stundu vorið 1979 var hann valinn í U21 árs landsliðshóp vegna heimsmeistaramótsins um haustið og þar með var tónninn sleginn fyrir þennan þá óslípaða demant í alþjóðlegum handbolta.

Tékkar léku þrjá æfingalandsleiki hérlendis fyrir mótið og þar af einn við unglingaliðið, sem fékk þar frumraun sína í keppni við „alvörulið“. Strákarnir náðu góðum árangri á HM og margir leikmenn liðsins urðu lykilmenn í landsliðinu næstu ár. Alfreð var þar í fremstu röð og hefur náð lengst sem leikmaður og þjálfari.

Eftir samtals 27 ár í þýsku deildinni ákvað hann að nóg væri komið að sinni, hætti á liðnu vori og hefur ræktað garðinn sinn síðan en stefnir á endurkomu eftir Evrópukeppnina í janúar á næsta ári. „Mig langar mest að taka við landsliði sem getur náð árangri og unnið eitthvað.“

Sjá samtal við Alfreð í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert