Vilja ekki greiða fólki í fæðingarorlofi eingreiðslu

Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir að starfsfólk í …
Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir að starfsfólk í fæðingarorlofi eigi rétt á eingreiðslunni rétt eins og annað starfsfólk leikskóla. mbl.is/​Hari

Sjö sjálfstæðir leikskólar hafna því að starfsfólk í fæðingarorlofi fái eingreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur um næstu mánaðamót. Frá þessu er greint á vef Kennarasambands Íslands.

Leikskólarnir sem um ræðir eru Vinagarður (rekinn af KFUM/KFUK), Fossakot og Korpukot (reknir af LFA ehf.), Sjáland (rekið af Sjálandi), Leikgarður, Sólgarður og Mánagarður (reknir af Félagsstofnun stúdenta).

Umræddir leikskólar tilheyra Samtökum sjálfstæðra skóla (SSSK). Félag leikskólakennara (FL) hefur þegar gert samkomulag um viðræðuáætlun og eingreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur til félagsmanna FL sem starfa í leikskólum á vegum sveitarfélaganna og hjá 16 sjálfstætt starfandi rekstraraðilum innan og utan SSSK. 

Haft er eftir Haraldi Frey Gíslason, formanni FL, að félagið muni ekki skrifa undir samkomulag sem er lakara en fyrirliggjandi samningar við sveitarfélögin og 16 rekstraraðila sjálfstæðra skóla. 

Krafan sé skýr; starfsfólk í fæðingarorlofi eigi rétt á eingreiðslunni rétt eins og annað starfsfólk leikskólanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert