Rjúpnaveiðimaður skotinn fyrir slysni

Flogið var með manninn á Landspítalann í Fossvogi.
Flogið var með manninn á Landspítalann í Fossvogi. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning laust eftir klukkan þrjú í dag þess efnis að rjúpnaveiðimaður hefði orðið fyrir slysaskoti í Eldhrauni skammt vestan við Kirkjubæjarklaustur. Hafnaði skotið í öðrum fæti mannsin og voru áverkarnir alvarlegir.

Veiðifélagar mannsins kölluðu eftir aðstoð og veittu hinum slasaða, karlmanni á sjötugsaldri, fyrstu hjálp og sýndu hárrétt viðbrögð við slysinu.

Maðurinn var með meðvitund allan tímann og var fluttur á heilsugæsluna á Kirkjubæjarklaustri en þar mat læknir áverkana á fæti mannsins það alvarlega að kallað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Hinn slasaði var fluttur með sjúkrabifreið til móts við þyrluna á flugvöllinn austan við Vík í Mýrdal um klukkan fjögur. Þaðan var flogið með hann á Landspítalann í Fossvogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert