Aðflutningur jókst í niðursveiflunni

Í Leifsstöð. Margir horfa til Íslands.
Í Leifsstöð. Margir horfa til Íslands. mbl.is/Þórður Arnar

Rúmlega 3.000 erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins á þriðja ársfjórðungi. Með því hafa um 7.500 erlendir ríkisborgarar flutt til landsins á árinu, eða rúmlega einn á hverri klukkustund alla þessa mánuði.

Þetta er meðal þess sem má lesa úr nýjum mannfjöldatölum Hagstofunnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Á móti fluttu héðan um 3.300 erlendir ríkisborgarar á tímabilinu, að því er rfam kemur í fréttaskýringu um mannfjöldaþróunina í Morgunblaðinu í dag.

Tölurnar eru vísbending um að Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, hafi réttilega spáð því að fjölskyldur innflytjenda myndu sameinast þeim. Þ.e. að maki og börn sameinist fyrirvinnu.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir aðspurður að fjölgun landsmanna vegna aðflutnings erlendra ríkisborgara hafi efnahagsleg áhrif. „Það hefur veruleg áhrif á innlenda eftirspurn hvort landsmönnum sé að fjölga eða ekki. Því þeir sem hingað koma til að vinna verða hluti af hagkerfinu. Þeir kaupa mat og aðrar neysluvörur fyrir sig og sína og stækka hagkerfið.“

Meiri samkeppni um störfin

Jón Bjarki segir þróunina geta orðið þá að tilfærsluútgjöld til íslenskra ríkisborgara, sem missa vinnuna um lengri eða skemmri tíma, muni aukast. Vegna meiri samkeppni við erlent vinnuafl kunni íslenskir ríkisborgarar að finna í meiri mæli fyrir breytingum á vinnumarkaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »