Frekari tafir setja áformin í uppnám

Bláfjöll dru frábær staður á góðum degi og nú á …
Bláfjöll dru frábær staður á góðum degi og nú á að bæta aðstöðuna til muna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áform um stórfellda uppbyggingu á Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum og Skálafelli eru sögð í uppnámi vegna þess að Veitur kærðu þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar að framkvæmdirnar þyrftu ekki að fara í umhverfismat.

Fjallað var um stöðu málsins á fundi samstarfsnefndar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins á dögunum. Þar kom fram að veruleg undirbúningsvinna hefði átt sér stað sem miðaði fyrst og fremst að því að tryggja vatnsvernd á Bláfjallasvæðinu. „Unnið hefur verið markvisst að tillögum að mótvægisaðgerðum til að tryggja framgang málsins. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna hafa þegar samþykkt áætlunina,“ segir í fundargerð nefndarinnar.

Þar er rakið að Veitur og Hafnarfjarðarbær hafi kært úrskurð Skipulagsstofnunar en Hafnarfjörður hafi nú dregið kæruna til baka. „Samstarfsnefnd Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins skorar á Veitur ohf. að draga til baka kæruna enda hafi verið brugðist við áhyggjuefnum Veitna eða þau komin í ferli. Frekari tafir setja uppbyggingaráform í uppnám,“ segir í fundargerð.

„Það er vissulega jákvæð hreyfing á málum sem við bindum vonir við að leiði til farsællar niðurstöðu fyrir öll sem hlut eiga að máli,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, talsmaður Veitna, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert