Fengu greiðan aðgang að fólki á fundinum

Um 230 manns komu saman til að ræða um stjórnarskrána.
Um 230 manns komu saman til að ræða um stjórnarskrána. mbl.is/Árni Sæberg

Meðlimir úr Stjórnarskrárfélaginu voru viðstaddir umræðufund um breytingar á stjórnarskrá sem fór fram um helgina í Laugardalshöll. Auk þess dreifðu þeir frumvarpi sem byggt var á tillögum stjórnlagaráðs fyrir fundinn.

Vakti nærvera fólks úr félaginu furðu hjá sumum þátttakendum sem valdir voru úr handahófskenndu úrtaki til þess að sitja á fundinum. Heimildarmaður Morgunblaðsins sem sat fundinn kallar veru félagsins á fundinum áróður og það hafi komið honum á óvart að hagsmunaaðili hafi fengið eins greiðan aðgang að fundinum og raun ber vitni.

Einnig var einn meðlimur úr félaginu í úrtakinu og fór hann gegn reglum fundarins og ræddi við fólk við önnur borð en það sem hann sat við. Var athæfið stöðvað en ekki fyrr en búið var að dreifa upplýsingum til þátttakenda.

Meðlimir úr Stjórnarskrárfélaginu fengu ekki að sitja við fundarborðin en þeir höfðu greiðan aðgang að fundargestum í hléum. Þetta staðfestir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindasviðs, en hún telur að viðvera fólks úr Stjórnarskrárfélaginu hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu fundarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert