RÚV birtir bréfaskriftir við Samherja

Ríkisútvarpið hefur birt samskipti fréttamanna og fréttastjóra við útgerðarfyrirtækið Samherja …
Ríkisútvarpið hefur birt samskipti fréttamanna og fréttastjóra við útgerðarfyrirtækið Samherja í aðdraganda umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi. mbl.is/Eggert

Bréfasamskipti fréttamanna og fréttastjóra Ríkisúvarpsins við Samherja hafa verið opinberuð á vef RÚV, en RÚV telur ástæðu til að birta þessi samskipti „vegna fullyrðinga forstjóra Samherja hf. í fjölmiðlum um að RÚV hafi nálgast fyrirtækið á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu á fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi,” samkvæmt því sem kemur fram í yfirlýsingu frá RÚV.

Samherji sagði í yfirlýsingu á vef sínum á mánudag að fyrirtækið hefði „sér­stak­lega óskað eft­ir að fá að setj­ast niður með Rík­is­út­varp­inu og fara yfir upp­lýs­ing­ar“ sem það teldi skipta máli í fyrirhugaðri umfjöllun, en Ríkisútvarpið hefði einungis talið sér fært að ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins fyrir framan myndavélar.

Samskiptin má finna á vef Kveiks

mbl.is

Bloggað um fréttina