Furðar sig á gagnrýni á rannsókn Samherja

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. mbl.is/​Hari

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, er í viðtali við Viðskiptablaðið sem kemur út á morgun. Hluti viðtalsins birtist í kvöld á vef blaðsins og þar er haft eftir Björgólfi að furðulegt sé að stjórn fyrirtækisins sé gagnrýnd fyrir að hafa fengið norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein til þess að rannsaka starfsemi Samherja í Afríku.

Degi áður en umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um Samherjaskjölin fór í loftið sendi Samherji frá sér tilkynningu um að fyrirtækið hefði ráðið Wikborg Rein til þess að rannsaka sín eigin mál og ætlaði ekki að tjá sig um „einstaka ásakanir fyrr en niður­stöður liggja fyr­ir um rann­sókn­ina á starf­sem­inni í Afr­íku“.

Síðan þá hafa þó nokkrir gagnrýnt þessa rannsókn norsku lögmannsstofunnar og sagt hana skorta trúverðugleika, þar sem Samherji sé bæði verkkaupi og til rannsóknar hjá lögmannsstofunni.

Björgólfur segir við Viðskiptablaðið að hið sama eigi við í þessu tilfelli og þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. Traust skipti slík fyrirtæki öllu máli, enda séu þetta aðilar sem gefi sig út fyrir trúverðugleika. Ef trúverðugleikinn bregðist hafi fyrirtækin enga viðskiptavini, er haft eftir Björgólfi á vef Viðskiptablaðsins í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert