Kristján kemur fyrir atvinnuveganefnd

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra á fundi nefndarinnar sem hófst kl. ...
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra á fundi nefndarinnar sem hófst kl. 15. mbl.is/Árni Sæberg

Fundur hófst klukkan 15:00 í atvinnuveganefnd Alþingis þar sem fjallað verður um áhrif Samherjamálsins svonefnds á önnur fyrirtæki og íslenskan sjávarútveg í heild.

Gestur fundarins er Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar — græns framboðs, óskaði eftir fundinum og að ráðherrann yrði beðinn að mæta á hann og fara yfir málið.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður VG, sagði aðspurð í samtali við mbl.is fyrir fundinn að umræðan myndi eðli málsins samkvæmt ráðast talsvert af því með hvaða hætti Rósa Björk myndi leggja málið upp.

Þess utan segir Lilja eðlilegt að nefndarmenn fái tækifæri til þess að ræða þann hluta Samherjamálsins við ráðherra sjávarútvegsmála sem heyrir undir hann.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is