Ósáttur og hyggst greina frá helstu viðskiptum sínum

Sam­kvæmt ákæru máls­ins stóð Engilbert ekki skil á 21,7 millj­óna …
Sam­kvæmt ákæru máls­ins stóð Engilbert ekki skil á 21,7 millj­óna króna virðis­auka­skatti árið 2017 og 2,1 millj­ón króna virðis­auka­skatti árið 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engilbert Runólfsson, sem hefur verið ákærður af embætti héraðssak­sókn­ara fyr­ir meiri hátt­ar brot gegn skatta­lög­um, bók­halds­brot og pen­ingaþvætti með því að hafa ekki staðið skil á tæp­lega 24 millj­óna króna virðis­auka­skatti í tengsl­um við sjálf­stæðan at­vinnu­rekst­ur sinn, boðar umfjöllun um öll helstu viðskipti sín í gegnum tíðina.

Hvað er áhrifavaldur/valdar? Er það ekki e-h sem veldur áhrifum/afleiðingum?“ skrifar Engilbert. Hann boðar umfjöllun um stærstu viðskipti sín á síðuna áhrifavaldur.is eða á sína eigin Facebook-síðu.

Þarna koma fram mörg þekkt nöfn, bæjarstjórar, "útrásarvíkingar", bankamenn og konur, leppar og skreppar og fleiri. Þetta gæti orðið spennandi!“ skrifar Engilbert, sem birtir lista yfir mál sem hann gæti tjáð sig frekar um:

Nokkur mál sem koma örugglega upp eru Glaðheimar "Gustmálið" og Kópavogsbær,VBS/SS lögm/Straumur/Burðarás, Laugardælir við Selfoss og þáverandi no 1 á Selfossi, Frakkastígsreitur "Dauðahúsin" , VBS og JB viðskiptin, Klæðning hf og fyrrverandi eigendur þar, INNOVA ehf reunverulegt skipurit og tilgangur, Landsbankinn gamli og "nýji", Traðarreitir í Kópavogi, Hlíðarsmáralóðin fræga og samskipti manna þar, Vatnsendablettur 134 og Kópavogsbær.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina