Blaðamannafélagið skrifar undir kjarasamning

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, skrifaði undir kjarasamning við SA …
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, skrifaði undir kjarasamning við SA fyrir hönd Blaðamannafélagsins síðdegis. mbl.is/Hari

Blaðamannafélag Íslands hefur skrifað undir samning við Samtök atvinnulífsins. Fjölmiðlum var ekki heimilað að vera viðstaddir undirritunina. 

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, fundaði með Samtökum atvinnulífsins síðdegis áður en samningurinn var undirritaður. Stefnt er að því að greiða atkvæði um samninginn á þriðjudag en hann verður kynntur félagsmönnum á mánudag.

Blaðamannafélagið frestaði fyrirhugaðri vinnustöðvun í morgun sem átti að standa yfir í tólf klukkustundir í dag. Farið var yfir ákvörðun samn­inga­nefnd­ar með fé­lags­mönn­um á fundi í hús­næði Blaðamanna­fé­lags­ins í há­deg­inu. Hjálmar sagði stöðuna vera flókna og að í fyrsta sinn á sínum 30 ára ferli gæti hann ekki mælt með samningi sem hann skrifar undir. 

mbl.is