Play biðst afsökunar á töfum

„Takk fyrir frábærar móttökur og sýnda þolinmæði.“
„Takk fyrir frábærar móttökur og sýnda þolinmæði.“

Flugfélagið Play segir það ekki munu takast að hefja sölu farmiða í nóvembermánuði eins og til stóð og biðst afsökunar á töfunum. „Engar áhyggjur, við vinnum ötullega að því að hefja sölu [farmiða] eins fljótt og auðið er og getum ekki beðið eftir að deila áætlunum okkar með ykkur.“

Þetta kemur fram í tilkynningu flugfélagsins á Facebook. Þar segir að hjá nýju fyrirtæki geti hlutirnir tekið lengri tíma en áætlað er og að félagið neyðist til að seinka sölu flugmiða. Ekki kemur fram hvenær áætlað er að hefja sölu flugmiða.

„Takk fyrir frábærar móttökur og sýnda þolinmæði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert