Óttast um líf sitt eftir jarðskjálftann

Þessi mynd er tekin á meðgöngudeild hér á landi þar …
Þessi mynd er tekin á meðgöngudeild hér á landi þar sem ljósmóðir mat ástand konunnar skömmu áður en hún var send úr landi. Ljósmynd/No Borders Iceland

Barn albönsku konunnar sem vísað var úr landi 5. nóvember síðastliðinn var fimm daga gamalt þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir í heimalandi þeirra, þar sem þau eru nú stödd. Barnið fæddist 16 dögum eftir að konunni var vísað úr landi.

Samkvæmt upplýsingum frá samtökunum Réttur barna á flótta var fjölskyldan stödd í hárri blokk í Albaníu þegar jarðskjálftinn reið yfir. Eru þau mjög hrædd og hafa varið mestum tíma utandyra síðan vegna ótta.

Fimmtíu létust hundruð slösuðust er jarðskjálftinn, sem var 6,4 stig, reið yfir 26. nóvember.

Barn konunnar kom í heiminn 21. nóvember með keisaraskurði. Hún fór margoft á spítalann áður en barnið fæddist vegna slæmrar heilsu og er mjög verkjuð eftir barnsburðinn. Þá áttu hún og maður hennar tveggja ára gamalt barn fyrir.

Vilja koma aftur til Íslands

Samkvæmt upplýsingum frá samtökunum No Borders Iceland vill fjölskyldan komast aftur til Íslands, bæði til að verða aftur örugg og til þess að leita réttar síns vegna brottvísunarinnar, en konan var komin 35 vikur á leið þegar henni var vísað úr landi, en læknir hafði áður gefið út vottorð þar sem mælt var gegn því að konan yrði send í langt flug.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert