Áfram í varðhaldi vegna 16 kílóa af kókaíni

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manninum.
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manninum. mbl.is/Hanna

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að ungur karlmaður skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 23. desember vegna gruns um að hafa ásamt tveimur öðrum mönnum flutt inn rúm 16 kíló af kókaíni til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll.

Maðurinn, sem var handtekinn í Reykjavík 16. maí síðastliðinn vegna málsins, áfrýjaði úrskurði héraðsdóms til Landsréttar 29. nóvember.

Héraðssaksóknari ákærði mennina þrjá, sem eru fæddir árin 1996 og 1999, hinn 6. ágúst fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

Ákærðir fyrir peningaþvætti 

Fram kemur í greinargerð héraðssaksóknara að hann hafi 16. október einnig gefið út ákæru á hendur mönnunum þremur fyrir peningaþvætti og var málið þá sameinað því fyrra. Verjendur ákærðu hafa krafist frávísunar á ákærunni um peningaþvætti og þegar úrskurður liggur fyrir vegna þess verður ákveðið hvenær aðalmeðferð í máli þeirra hefst.

Einnig kemur fram að ákærði eigi yfir höfði sér allt að 12 ára fangelsi vegna ákærunnar um stórfellt fíkniefnalagabrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert