Frumvarp um bótagreiðslur samþykkt

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til greiðslu bóta vegna sýknu­dóms Hæsta­rétt­ar í Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­inu var samþykkt á Alþingi nú síðdegis með 41 atkvæði gegn níu en þrír þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

Forsætisráðherra hefur áður sagt að frumvarpið snúi fyrst og fremst að bótum handa þeim sem voru ranglega dæmdir þótt ljóst sé að fjármunir geti aldrei bætt við það ranglæti sem hinir sýknuðu urðu fyrir.

„Sú hugs­un býr að baki að ríkið eigi að bæta fyr­ir það tjón sem aðilar hafi orðið fyr­ir, það sé sann­girn­is- og rétt­læt­is­mál,“ sagði Katrín í þingsal fyrr í haust en hún er stödd í London á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins.

Frá dómsuppkvaðningu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í Hæstarétti í fyrra.
Frá dómsuppkvaðningu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í Hæstarétti í fyrra. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert