Allir verði komnir heim fyrir kl. 15

Þá verður allt frístunda- og félagsmiðstöðvastarf fellt niður, auk þess …
Þá verður allt frístunda- og félagsmiðstöðvastarf fellt niður, auk þess sem sundlaugar, útibú Borgarbókasafnsins og söfn á vegum borgarinnar verða lokuð eftir klukkan 14. mbl.is/Ómar Óskarsson

Reykjavíkurborg hefur beðið foreldra og forráðamenn barna að sækja börn sína strax að skóladegi loknum á morgun svo að allir, börn, foreldrar og starfsfólk skóla og leikskóla, geti verið komnir til síns heima áður en óveðrið skellur á klukkan 15.

Þá verður allt frístunda- og félagsmiðstöðvastarf fellt niður, auk þess sem sundlaugar, útibú Borgarbókasafnsins og söfn á vegum borgarinnar verða lokuð eftir klukkan 14.

Lokanir skóla og stofnana eru tilkomnar vegna öryggisráðstafana en enginn ætti að vera á ferli í veðri eins og spáð er. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðri í fjölmiðlum og fylgja tilmælum yfirvalda,“ segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. „Enginn ætti að vera á ferli eftir klukkan 15 á morgun nema brýn nauðsyn beri til.

Þá hafa Kópavogsbær og Hafnarfjarðarbær beðið foreldra og forráðamenn að sækja börn sín fyrir klukkan 15 og ráðleggja að börn verði ekki látin ganga ein heim eftir klukkan 13.

Tilkynning Reykjavíkurborgar

Veðurvefur mbl.is

mbl.is