Aumingja Ísland gjaldþrota

Félagið Aumingja Ísland ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu.

Félagið var stofnað árið 2011 og var tilgangur þess framleiðsla á heimildarmyndinni Aumingja Ísland. Ennfremur kaup og sala fasteigna og rekstur þeirra, lánastarfsemi og nauðsynleg umsvif í því sambandi.

Ari Alexander Ergis Magnússon kvikmyndargerðarmaður leikstýrði myndinni, sem fjallaði um íslenska þjóðarsál, eins og kynnt var þegar myndin var frumsýnd 2016. „Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi 2008 fór Ari Alexander að mynda atburðarásina og reyna að átta sig á afleiðingunum fyrir íslenskt samfélag.“ Benedikt Erlingsson leikari leiddi frásögnina sem sögumaður

Skiptastjóri þrotabúsins er Þ. Skorri Steingrímsson lögmaður. Lýsa þarf kröfum í búið innan tveggja mánaða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »