Byggingarkrani féll á einbýlishús

Ljósmynd/Aðsend

Stór byggingarkrani féll á einbýlishús við Hraungötu í Garðabæ rétt fyrir klukkan tólf í dag. Ekki virðast hafa orðið slys á fólki en þak hússins skemmdist.

Hér sést hvernig kraninn liggur á þaki hússins.
Hér sést hvernig kraninn liggur á þaki hússins. Ljósmynd/Aðsend

Afturrúða á jeppa sem stóð við húsið virðist einnig hafa brotnað. Enn hafa íbúar á svæðinu ekki séð lögreglu á vettvangi.

Vont veður er víða um land í dag og náði það hámarki nú í hádeginu, að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu en appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á öðrum landssvæðum. Vegum hefur víða verið lokað og þá var Hvalfjarðargöngunum lokað fyrr í dag vegna veðurs og umferðaróhapps.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert