200 Íslendingar í höllinni

Íslenskir stuðningsmenn í Malmö. Þeir hafa verið áberandi og háværir.
Íslenskir stuðningsmenn í Malmö. Þeir hafa verið áberandi og háværir. Ljósmyn/Einar Ragnar Haraldsson

„Við tökum fagnandi hverri sálu sem styður íslenska landsliðið,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ. Keppni í milliriðli tvö á EM í handbolta í Malmö hefst í dag þegar Ísland mætir Slóveníu klukkan 15.

Kjartan Vídó segir að búast megi við því að um 200 Íslendingar verði á fyrsta leiknum. „Icelandair er með hópferð hingað út á fyrri tvo leikina og svo er verið að selja í aðra hópferð á seinni tvo leikina. Auk þess kemur eitthvað af fólki sem er búsett hér í kring.“

Aðspurður segir Kjartan að HSÍ hafi yfir fjölda miða að ráða og áhugasamir ættu að senda póst á midar@hsi.is með fyrirspurn. „Það verður góð stemning hérna. Við verðum áfram með upphitun á veitingastaðnum Paddy's. Þar verðum við með treyjur og fleira. Við gerum allt til að umgjörðin verði eins og best verður á kosið fyrir stuðningsmennina.“

Heldur hefur fækkað í stuðningsliðinu frá fyrsta leik en um eitt þúsund Íslendingar sáu strákana okkar leggja Dani að velli, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »