Flugumferðarstjórar semja

Flugumferðarstjórar að störfum.
Flugumferðarstjórar að störfum. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Samninganefndir Félags íslenskra flugumferðarstjóra og SA vegna Isavia undirrituðu kjarasamninga í húsnæði ríkissáttasemjara í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkissáttasemjara. 

Málinu var vísað til ríkissáttasemjara 13. apríl 2019, en nýr samningur gildir til 31. desember 2020. Atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram á næstu dögum.

Fundur FÍF og SA vegna Isavia hófst kl. 11:30 í morgun. Flugumferðarstjórar höfðu áður samþykkt verkfallsboðun vegna kjaradeilunnar.

mbl.is