Verkfallsaðgerðir samþykktar

Flugumferðarstjórar eiga fund í dag hjá ríkissáttasemjara.
Flugumferðarstjórar eiga fund í dag hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Félagsmenn í Félagi flugumferðarstjóra samþykktu verkfallsaðgerðir á fundi síðastliðinn sunnudag.

Kári Örn Óskarsson, formaður félagsins, segir í Morgunblaðinu í dag, að 144 hafi verið á kjörskrá og 122 hafi greitt atkvæði. 96% þeirra sem greiddu atkvæði kusu með verkfallsaðgerðum.

Samningar félagsins hafa verið lausir síðan 31. desember 2018. Kári segir að síðan þá hafi félagið fundað með Isavia og átt fundi hjá ríkissáttasemjara síðan í apríl á síðasta ári. Kári segir að bókaður sé fundur hjá ríkissáttasemja í dag, miðvikudag, og er vongóður um að árangur náist þar. „Samningar eru á viðkvæmu stigi og við viljum klára þetta við samningaborðið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »