Hinir slösuðu frá S-Kóreu og Frakklandi

Frá slysstað í dag.
Frá slysstað í dag. Ljósmynd/Sigurður Gunnarsson

Ferðamennirnir sem slösuðust þegar jeppi og jepplingur rák­ust sam­an við Háöldu­kvísl á Skeiðar­árs­andi, miðja vegu á milli Núpsstaðar og Skafta­fells, á öðrum tím­an­um í dag, eru frá Suður-Kóreu og Frakklandi.

Þetta staðfestir Grímur Hergeirsson, settur lögreglustjóri á Suðurlandi, við mbl.is.  Vinnu á vettvangi lauk á sjöunda tímanum og búið er að opna fyrir umferð um Suðurlandsveg.

Fjór­ir eru al­var­lega slasaðir, þar af þrjú börn, og tveir …
Fjór­ir eru al­var­lega slasaðir, þar af þrjú börn, og tveir minna eft­ir að tveir bíl­ar, jeppi og jepp­ling­ur, rák­ust sam­an við Háöldu­kvísl á Skeiðar­ársandi, miðja vegu á milli Núpsstaðar og Skafta­fells, á öðrum tím­an­um í dag. Kort/mbl.is

Hann segir enn fremur að svo virðist sem annar bíllinn hafi ekið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum sem kom úr gagnstæðri átt. 

Skyggni var ágætt á þessum slóðum í dag en það var hvasst og fljúgandi hálka.

Grímur kvaðst ekki geta veitt nánari upplýsingar um líðan fólksins en fram hefur komið að fjórir eru alvarlega slasaðir eftir áreksturinn, þar af þrjú börn. 

Börn­in eru á aldr­in­um 5-10 ára. Fjórði sem slasaðist al­var­lega, full­orðinn ein­stak­ling­ur, sat fast­ur í öðrum bíln­um og beita þurfti klipp­um til að ná hon­um út.

mbl.is