Lyfjum stolið úr skipi í Njarðvíkurhöfn

Nokkrar tilkynningar um þjófnaði bárust lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni.
Nokkrar tilkynningar um þjófnaði bárust lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brotist var inn í skip í Njarðvíkurhöfn í vikunni. Þegar brotið uppgötvaðist var búið að rústa öllu í stjórnklefa skipsins og stela lyfjum sem þar voru geymd.

Ekki er kunnugt um hvaða tegundir lyfja eru horfnar né um hve mikið magn var að ræða, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 

Nokkrar tilkynningar um þjófnaði bárust lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni. Brotist var inn í húsnæði og verkfærum stolið en þau fundust skömmu síðar í ruslagámi fyrir utan húsnæðið.

Enn fremur var karlmaður staðinn að því að stela dúnúlpu úr verslun í Keflavík. Eigandi verslunarinnar reyndi að stöðva hann þegar ljóst var í hvaða erindagjörðum hann var mættur en maðurinn ýtti honum þá frá sér, hljóp út úr versluninni og hvarf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert