Gæsluvarðhald staðfest í fíkniefna- og peningaþvættismáli

mbl.is/Eggert

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði á sunnudag sex manns í gæsluvarðhald, fimm til 31. janúar og einn til 27. janúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Þetta var gert að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi, sem snýr m.a. að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti.

Greint hefur verið frá því að sexmenningarnir hafi verið handteknir um liðna helgi samhliða mjög umfangsmiklum aðgerðum lögreglu, en ráðist var í húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni að sögn lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert