Suðvestanstormur og hríð

Kort/Veðurstofa Íslands

Sunnanstormur er á Tröllaskaga og gerir spáin ráð fyrir því að það fari ekki að lægja fyrr en um hádegi. Síðan er spáð suðvestanhvassviðri eða -stormi og éljagangi vestan og norðvestan til í kvöld og á morgun. Gular viðvarnir taka gildi í kvöld og gilda þangað til á morgun.

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að mjög blint verði á fjallvegum norðvestan til, ekki síst á Holtavörðuheiði og á Öxnadalsheiði síðar í dag og fram á annað kvöld.

„Það verða sunnan 15-23 m/s með talsverðri rigningu fram eftir degi, en úrkomuminna norðaustanlands. Það er mjög hlýtt á landinu og er búist við hita allt að 13 stigum norðaustanlands. Það snýst í suðvestan 15-23 m/s síðdegis með éljum og kólnandi veðri, en rofar til um landið austanvert.

Á morgun verður svo áframhaldandi suðvestanátt og éljagangur um landið sunnan- og vestanvert, en bjartviðri fyrir austan. Frost víða 0 til 5 stig. Það bætir í vind norðvestan- og vestanlands í kvöld, þá ganga gular hríðarviðvaranir í gildi í tilheyrandi landshlutum og gilda þær fram eftir degi á morgun,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Gul viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra nú klukkan 7 og gildir til hádegis. „Sunnan 18-25 m/s á Tröllaskaga og suður af Eyjafirði með mjög snörpum vindhviðum við fjöll. Hægari vindur annars staðar. Getur skapað varasöm akstursskilyrði.“

Á Vestfjörðum tekur gul viðvörun gildi klukkan 20 í kvöld og gildir til klukkan 19 annað kvöld. „Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18-25 m/s. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.“

Strandir og Norðurland vestra — gul viðvörun frá klukkan 21 í kvöld og til klukkan 19 annað kvöld. „Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18-25 m/s. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.“

Faxaflói — suðvestanhríð (gult ástand) frá klukkan 22 til klukkan 18 á morgun. „Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18-23 m/s. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.“

Við Breiðafjörð tekur viðvörunin gildi klukkan 21 og rennur út klukkan 19 á morgun. „Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18-25 m/s. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.“

Á miðhálendinu er gul viðvörun í gildi frá klukkan 19 í kvöld til miðnættis annað kvöld.

Veðurhorfur í dag og næstu daga

Sunnan 15-23 m/s og talsverð rigning en úrkomuminna norðaustanlands. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast norðaustan til. Snýst í suðvestan 15-23 síðdegis með éljum og kólnandi veðri, en rofar til um landið austanvert.
Suðvestan og vestan 15-25 á morgun, hvassast NV-til, en dregur heldur úr vindi undir kvöld. Éljagangur um landið sunnan- og vestanvert, en áfram bjart fyrir austan. Frost 0 til 5 stig.

Á fimmtudag:

Suðvestan og vestan 15-23 m/s, en 18-25 NV-til framan af degi. Éljagangur, en yfirleitt léttskýjað austan til á landinu. Frost 0 til 5 stig.

Á föstudag:
Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en þurrt austanlands. Vægt frost. Vaxandi austlæg átt sunnan til um kvöldið með snjókomu og hægt hlýnandi veðri.

Á laugardag:
Hvöss austlæg átt, slydda eða rigning með suðurströndinni en annars snjókoma. Hiti 0 til 4 stig syðst, en annars vægt frost.

Á sunnudag:
Suðlæg eða breytileg átt með snjókomu eða éljum víða. Kólnandi veður.

Á mánudag og þriðjudag:
Líkur á norðlægri átt með snjókomu norðanlands, en bjartviðri syðra. Kalt í veðri.

Veðrið á mbl.is

Varað við tjörublæðingum

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er væg vetrarfærð í flestum landshlutum og greiðfært á mörgum leiðum. Varað er við flughálku á nokkrum köflum. Á Vesturlandi er hálka víðast hvar eða hálkublettir og varað við flughálku á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum eru hálkublettir víðast hvar en varað við flughálku á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum, í Kollafirði og Ketildalavegi. 

Á Norðausturlandi er varað við miklum tjörublæðingum frá Húsavík inn að Krossi (vegur 85) og áfram austur yfir Fljótsheiði. 

mbl.is