Ekkert í kistunni

Mokað í gegnum snjóflóð í Skötufirði í Isafjarðardjúpi
Mokað í gegnum snjóflóð í Skötufirði í Isafjarðardjúpi mbl.is/RAX

Húseigendur á Íslandi borga tæpa þrjá milljarða króna árlega í ofanflóðasjóð en einungis einn milljarður er nýttur í slík verkefni. Afgangurinn rennur í ríkissjóð, þrátt fyrir mikilvægi þess að ráðist sé í öflugar framkvæmdir vegna varnargarða og annars.

Þetta sagði Halldór Halldórsson, formaður ofanflóðasjóðs og fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þrátt fyrir að svo miklir fjármunir eigi að renna í sjóðinn er ómögulegt fyrir ofanflóðanefnd að sækja í hann.

„Ef þú opnar kistuna er ekkert í henni,“ sagði Halldór, sem telur að ef ráðist yrði í útboð á framkvæmdunum strax ætti að vera hægt að ljúka þeim fyrir árið 2022. Halldór og ofanflóðanefnd hafa ítrekað leitað til stjórnvalda vegna málsins. „Ef við fengjum að ráða myndum við nota allt fjármagnið. Það er vont að völdin séu hjá Alþingi sem hlustar ekki á okkur,“ segir Halldór í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »