Studdi málið með fyrirvara

Mikil andstaða er á Grenivík við þvingaða sameiningu sveitarfélaga.
Mikil andstaða er á Grenivík við þvingaða sameiningu sveitarfélaga. mbl.is/Sigurður Bogi

„Aðstæður í sveitarfélögum geta verið gjörólíkar frá einum stað til annars. Með því að festa í lög hver lágmarksfjöldi íbúa skuli vera þarf að fylgja svigrúm til að taka tillit til ólíkra aðstæðna og vonandi verður tekið tillit til þeirra sjónarmiða,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokks.

Í gær var á Alþingi samþykkt þingsályktunartillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flokksbróður Þórarins Inga, um stefnu og aðgerðir í málefnum sveitarfélaga til næstu ára. Já sögðu 35 þingmenn en 15 nei. Þrír þingmenn greiddu ekki atkvæði og níu voru fjarstaddir. Nokkrir gerðu grein fyrir atkvæðum sínum.

Samkvæmt tillögunni skulu íbúar sveitarfélaga vera ekki færri en 250 eftir sveitarstjórnarkosningar árið 2022 og minnst 1.000 eftir kosningar árið 2026. Búist er við að í framhaldinu verði sett lög um hver lágmarksfjöldi íbúa skuli vera og vill Þórarinn Ingi að þar verði agnúarnir sniðnir af málinu. Í fullvissu þess hafi hann stutt tillöguna.

Síðastliðið þriðjudagskvöld var íbúafundur á Grenivík með sveitarstjórnarráðherra um sameiningarmál. Í Grýtubakkahreppi, sem Grenivík er hluti af, er mikil andstaða við að sveitarfélaginu verði gert að sameinast öðrum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert