„Múhammeð og fjölskylda eru örugg“

mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Muhammed Zohir Faisal og foreldrar hans verða ekki flutt til Pakistan á morgun, líkt og til stóð, en Valur Grettisson, vinur fjölskyldunnar, greinir frá því á facebooksíðu sinni. „Í fáum orðum; Múhammeð og fjölskylda eru örugg. Takk fyrir hjálpina öllsömul,“ skrifar hann. Í samtali við mbl.is segir Valur að þau verði ekki send úr landi, eftir því sem hann komist næst.

mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Í framhaldinu stendur til að stytta meðferðartíma í málum hælisleitenda þar sem börn eiga í hlut, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því á facebooksíðu sinni nú fyrir skömmu að hún myndi á næstunni kynna í ríkisstjórn áform um að stytta hámarkstíma málsmeðferðar úr 18 mánuðum í 16 mánuði í þeim málum hælisleitenda þar sem börn eiga í hlut.

Segir Áslaug að þegar hafi verið ákveðið að fresta brottvísun barna í þeim málum þar sem málsmeðferð hafi farið yfir 16 mánuði.

„Standa vonir til þess að þetta verði aðeins fyrsta skrefið í að stytta meðferð slíkra mála. Ég legg áherslu á að þetta sé hámarkstími og málsmeðferð eigi eigi alla jafna að taka skemmri tíma.

Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr. Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.

Þingmannanefnd um málefni útlendinga fundaði fyrir helgi um stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu og ég hef falið nefndinni að fylgja þeirri vinnu áfram eftir,“ segir Áslaug í færslunni.

mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Fjölskylda Muhammeds sótti um hæli hér á landi í lok árs 2017 og hefur því dvalið hér í 26 mánuði. Á þeim tíma hafa þau aðlagast lífinu á Íslandi vel, sérstaklega Muhammed sem stundar nám í Vesturbæjarskóla og unir sér vel. Hann talar lýtalausa íslensku, á fjölda vina og þykir afburðanámsmaður. 

mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Valur og fleiri foreldrar barna í Vesturbæjarskóla komu af stað undirskriftasöfnun á föstudagskvöld en síðdegis í dag höfðu um 17 þúsund manns skrifað undir ákall til stjórnavalda um að leyfa fjölskyldunni að vera áfram á Íslandi. Fyrr í dag var svo haldinn samstöðufundur í Vesturbæjarskóla og í framhaldinu gengið niður í dómsmálaráðuneyti þar sem undirskriftalistarnir voru afhentir.

mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert