„Lömunarástandi“ Landsréttar verði aflétt

Fanney Rós Þorsteinsdóttir, starfandi ríkislögmaður, sagði við upphaf málflutnings fyrir yfirrétti Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun að „lömunarástand“ (e. state of paralysis) Landsréttar gæti ekki haldið áfram.

Það væri sýn ríkisstjórnarinnar að yfirrétturinn ætti, eftir skoðun sína á málinu, að komast að þeirri niðurstöðu að lömunarástandinu skyldi aflétta, miðað við staðreyndir málsins. Íslenska ríkið hefði ekki brotið gegn mannréttindum Guðmundar A. Ástráðssonar þegar landsréttardómarinn Arnfríður Einarsdóttir sakfelldi hann.

Fanney Rós Þorsteinsdóttir, starfandi ríkislögmaður, í Strassborg í morgun.
Fanney Rós Þorsteinsdóttir, starfandi ríkislögmaður, í Strassborg í morgun. Skjáskot úr myndskeiði frá MDE

Hún var ein af þeim fjórum dómurum sem Sigríður Á. Andersen tók ákvörðun um að skipa við Landsrétt, þótt þeir hefðu ekki verið á upprunalegum 15 manna lista hæfnisnefndar um skipan í réttinn.

Málið snúist um mikilvægustu grundvallarreglu 6. greinarinnar

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður, sem gætir hagsmuna Guðmundar A. Ástráðssonar í málinu gegn íslenska ríkinu, sagði að það sem væri í húfi í þessu máli varðaði áframhaldandi vernd sennilega mikilvægustu grundvallarreglu 6. greinar mannréttindasáttmála Evrópu, réttarins til að hljóta réttláta málsmeðferð fyrir sjálfstæðum, óvilhöllum og löglega skipuðum dómstóli.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson flytur mál skjólstæðings síns í Strassborg í …
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson flytur mál skjólstæðings síns í Strassborg í morgun. Skjáskot úr myndskeiði frá MDE
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert