Samþykktu að greiða atkvæði um verkfall

Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.
Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. Ljósmynd/Sameyki

Samþykkt var á fundi trúnaðarmannaráðs Sameykis í dag að hefja atkvæðagreiðslu um verkfall.

Fram kemur á vef félagsins, að verkfallsaðgerðir myndu ná til þeirra félagsmanna sem starfa undir kjarasamningum ríkis, Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar, Seltjarnarnesbæjar og Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða, alls um átta þúsund manns.

Þá segir, að atkvæðagreiðslan verði rafræn og muni standa frá mánudeginum 17. febrúar til og með miðvikudeginum 19. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert