Andstaða við innflutning

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Meirihluti svarenda (56%) í könnun MMR fyrir Árvakur er mjög eða frekar andvígur því að leyfður sé innflutningur til Íslands á hráu, ófrosnu kjöti. Rúmlega fjórðungur (27%) er frekar eða mjög fylgjandi.

Fleiri konur (44%) en karlar (32%) voru mjög andvígar því að slíkur innflutningur sé leyfður. Fleiri karlar (19%) voru mjög fylgjandi innflutningnum en konur (6%). Eldra fólk er á móti innflutningi og voru 60% svarenda 68 ára og eldri mjög andvíg og 14% frekar andvíg en aðeins 9% í þeim aldurshópi mjög fylgjandi.

„Það hefur ekkert komið af hráu, ófrosnu kjöti eða eggjum það sem af er árinu,“ sagði Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður matvælaöryggis og neytendamála hjá MAST. Hún sagði að frá áramótum þyrfti ekki sérstakt leyfi til að flytja hrátt og ófrosið kjöt til landsins. Kjötinu þurfa að fylgja skjöl vegna viðbótartrygginga út af salmonellu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »