Óvissustigi almannavarna lýst yfir

mbl.is/​Hari

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna austanaftakaveðurs sem von er á á morgun, föstudag.

Er ákvörðunin tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins og í samræmi við veðurspá Veðurstofu Íslands, sem spáir aftakaveðri með appelsínugulum veðurviðvörunum um allt land. 

Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað geti gerst af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar er ógnað. Samráð á milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar er aukið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert