Veðrið að ganga eftir

„Vissulega höfum við haft eignatjón en að mér vitandi engin …
„Vissulega höfum við haft eignatjón en að mér vitandi engin slys á fólki, sem er nú aðalatriðið.“ Ljósmynd/Landsbjörg

„Veðrið virðist vera að ganga eftir. Við erum búin að vera með foktjón á Suðurland og í Vestmannaeyjum og eitthvað á höfuðborgarsvæðinu og nú er þetta að færast upp á Kjalarnes og Vesturland. Þetta er að ganga eftir.“

Þetta segir Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við mbl.is. „Vissulega höfum við haft eignatjón en að mér vitandi engin slys á fólki, sem er nú aðalatriðið.“

Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð á miðnætti. Að sögn Hjálmars hefur á annan tug manns verið á staðnum að fylgjast með gangi mála og aðstoða eftir þörfum.

Nú á milli sjö og níu verða vaktaskipti í samhæfingarmiðstöðinni, en Hjálmar segir að líklega verði mönnun svipuð áfram.

mbl.is