„Hjartað er brunnið“

Eldur kviknaði í húsnæði vélsmiðjunnar Hamars og sælgætisgerðarinnar Freyju í …
Eldur kviknaði í húsnæði vélsmiðjunnar Hamars og sælgætisgerðarinnar Freyju í nótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kári Pálsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar Hamars, segir útlitið hræðilegt í húsnæði vélsmiðjunnar að Vesturvör 36 en mikill eldur kviknaði í húsinu í nótt. „Hjartað er brunnið hjá okkur,“ segir hann þegar blaðamaður náði í hann á vettvangi. 

Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Freyju, segir að hann hafi verið kominn á vettvang um fjögurleytið í nótt eða um leið og hann hafi fengið upplýsingar um eldsvoðann hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 

Eldur kviknaði í húsnæði vélsmiðjunnar Hamars og sælgætisgerðarinnar Freyju í …
Eldur kviknaði í húsnæði vélsmiðjunnar Hamars og sælgætisgerðarinnar Freyju í nótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við fengum að fara inn um klukkutíma síðar með slökkviliðsmönnum en það brann ekkert hjá okkur. Engar reykskemmdir beinlínis en það er töluverð lykt og það, fyrir fyrirtæki sem framleiðir matvæli og er með lager, getur verið mjög slæmt,“ segir Pétur í samtali við mbl.is. 

Óvissa um framhaldið

Pétur segir að enn sé verið að meta stöðuna og enn óvissa um framhaldið. „Ekkert tjón vegna brunans beinlínis en vegna hans er það mjög líklegt. Það er vegna lyktar,“ segir Pétur og áætlar að tjónið á vörum á lager hlaupi á milljónum. Mikill og dýr lager hafi verið í húsinu og eins og staðan er núna eru líkur á að lagerinn sé ónýtur. 

Eldur kviknaði í húsnæði vélsmiðjunnar Hamars og sælgætisgerðarinnar Freyju í …
Eldur kviknaði í húsnæði vélsmiðjunnar Hamars og sælgætisgerðarinnar Freyju í nótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Auk lagers er Freyja með skrifstofur sínar að Vesturvör 36 en verksmiðjan sjálf er enn á Kársnesbraut. Pétur segir að hann hafi haft samband við starfsmenn strax í morgun um að mæta ekki til vinnu. En hann hafi síðan haft samband við þá aftur og boðið þeim í kaffi þar sem fólk gæti spjallað saman og rætt atburði næturinnar og mögulegt framhald. 

Slökkviliðsmenn við brunavettvang að Vesturvör 36.
Slökkviliðsmenn við brunavettvang að Vesturvör 36. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tugir slökkviliðsmanna tóku þátt

Sigurjón Hendriksson, varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að slökkviliðsmenn séu að ljúka störfum á vettvangi og afhenda lögreglu vettvanginn. Um 30 slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðunum í nótt, af öllum slökkviliðsstöðvum höfuðborgarsvæðisins auk fólks á frívakt. Verið er að slökkva í síðustu glæðum og hreinsa upp vatn í húsnæðinu til þess að bjarga verðmætum. 

Eldur kviknaði í húsnæði vélsmiðjunnar Hamars og sælgætisgerðarinnar Freyju í …
Eldur kviknaði í húsnæði vélsmiðjunnar Hamars og sælgætisgerðarinnar Freyju í nótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tilkynnt var um eldsvoðann um 3:30 í nótt og þegar slökkviliðið kom á vettvang stóðu eldtungur út úr gluggum og þaki. Upptökin liggja ekki nákvæmlega fyrir en voru í þeim hluta þar sem vélsmiðjan er til húsa. Húsið er um 3 þúsund fermetrar að stærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert